Beiðni frá veitum til íbúa

Beiðni frá veitum til íbúa

Íbúar á Dalvík eru vinsamlegast beðnir um að spara það að hafa úðara í gangi yfir daginn og láta þá frekar ganga á kvöldin.

Er þessi beiðni send út til að mögulegt sé að spara kalda vatnið sem sérstaklega mikið fer af þessa heitu sólsumardaga.

Einnig hefur mikið borið á vandræðum í fráveitu vegna aðskotahluta og minnum við því alla íbúa sveitarfélagsins á, líkt og segir í meðfylgjandi lagi, að aðeins piss, kúkur og klósettpappír á að fara í klósettið.