Barnamenningarhátíð á fullri ferð

Barnamenningarhátíð á fullri ferð

Barnamenningarhátíð stendur yfir í Dalvíkurbyggð en hún er nú haldin í þriðja sinn. Fjölbreytt dagskrá er þá daga sem hún stendur yfir og ýmislegt hægt að gera sér til dundurs.

Hátíðin hófst formlega í gær þar sem liðlega 100 krakkar mættu í Krakkazumba í félagsmiðstöðinni. Eins og meðfylgjandi myndir sína var líf og fjör á staðnum og upprennandi dansarar á ferð.

Dagskráin heldur svo áfram í dag með tilheyrandi gleðilátum.

Fimmtudagurinn 12. sept

14:00 Tjillað í Tónó með Ármanni, sköpunarsmiðja fyrir 1. - 4. bekk. (2 klst)

15:00 Brimbrettasmiðja á sandinum með Óliver fyrir 7. - 10. bekk. Skráning hjá Viktori í síma 844 8639 ( 1,5 klst). Skráning hefst kl 15:00, 11. sept. Mæting í Víkurröst.

17:00 Björgunarsveitin með skemmtilega kynningu á ungliðastarfinu sínu í björgunarsveitarhúsinu fyrir 1. - 10. bekk.


Föstudagurinn 13. sept

14:00 Tjillað í Tónó með Ármanni, sköpunarsmiðja fyrir 5. - 7. bekk. (2 klst)

14:00 - 18:00 Listasmiðja í félagsmiðstöðinni, skartgripagerð, myndlist og fl. Allir velkomnir.

15:00 Klifursmiðja fyrir 1. -.6. bekk í Víkurröst með Óliver. (1 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639.

16:00 Klifursmiðja fyrir 7. - 10. bekk í Víkurröst með Óliver. (1 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639.

16:00 Tælensk matargerð með Nim fyrir 1. - 10. bekk. Smiðjan verður í Dalvíkurskóla. (2 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639.


Laugardagurinn 14. sept

10:00 Ljósmyndasmiðja með Sigurgeir í Bergi fyrir 5. - 10. bekk. Allir komi með eigin sjálfvirku myndavélar. (3 klst)

13:00-16:00 Pólskar og tælenskar barnabækur kynntar á bókasafninu ásamt upplestri. Allir velkomnir.

14:00-16:00 Fjölskylduratleikur í skógreitnum fyrir neðan Brekkusel. Létt og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir.

17:00 Stórtónleikar Dr. Gunna og Heiðu í Bergi - fyrir alla fjölskylduna. Flutt verða lög af nýrri barnaplötu Dr. Gunna, til dæmis Glaðasti hundur í heimi. Ekki missa af þessu!!!


Barnamenningarhátið 2013 - nánar um smiðjur