Balleball - nýr leikur

Balleball - nýr leikur

 

Ágætu kennarar, foreldrar og aðrir áhugasamir um hreyfingu barna og ungmenna.  

N.k. fimmtudag, þann 12. febrúar kl. 16:30 - 19:00, verður í íþróttasalnum í Árskógarskóla haldin kynning á BALLEBALL, sem er ný íþrótt sem nýtur mikilla vinsælda í kennslu, leik og starfi með börnum og ungmennum í Danmörku en þaðan er leikurinn upphaflega. Hingað kemur Ingi Ólafur Þórðarson íþróttakennari við Molsskole í Danmörku og kynnir leikinn ásamt því að tala um íþróttakennslu og ýmislegt tengt henni. Kynningin er haldin að frumkvæði undirritaðs með aðstoð Skólaþjónustunnar við utanverðan Eyjafjörð og skólanna á svæðinu. Kynningin er sérstaklega ætluð kennurum, starfsfólki æskulýðsmála og íþrótta- og æskulýðsfélaga en er annars opin öllum áhugasömum. Skráning er í Sundlaug Dalvíkur í síma 466-3233 eða í netpósti bjarnigunn@simnet.is til miðvikudagkvölds 11.febrúar. Kynningin er ókeypis fyrir starfsfólk skólanna á úteyjafjarðarsvæðinu en kostar 1000 krónur fyrir aðra.

Bjarni Gunnarsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

www.balleball.dk