Baggaplastssöfnun

Eins og undanfarin ár mun Sagaplast ehf. safna baggaplasti frá bændum í vetur. Í Dalvíkurbyggð fer söfnunin fram þriðja mánudag hvers mánaðar en til vara á þriðjudegi ef mánudag ber uppá frídag. Fyrsta söfnun verður 19. október.

Sú nýbreytni er á að núna verður hægt að láta taka netin og böndin með í baggaplastsöfnuninni en þau verða þá að vera í flokkuð sérstaklega og sett í umbúðir sem þola það að vera með plastinu t.d. í stórsekkjum undan áburði.

Rétt er að benda á mikilvægi þess að allur frágangur á plastinu sé vandaður til að minnka þann tíma sem fer í lestun hjá hverjum og einum enda Sagaplast að sækja plastið bæði sveitarfélaginu og bændum að kostnaðarlausu.


Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar