Auka - Tengja frá Húsabakkaskóla

Auka - Tengja

Húsabakka 17. nóvember 2004

 

Heil og sæl,

Verkfallið í síðustu viku setti áætlanir okkar úr skorðum. Þannig að enn og aftur er skóladagatalið endurskoðað og svona lítur það út núna:

Haustfundur foreldra:

Haustfundur sem var áætlaður fimmtudaginn 11. nóvember er nú boðaður fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í mötuneyti skólans og er dagskrá hans starf skólans n.k. vetur.

Foreldraviðtölin:

Foreldraviðtöl haustannar sem vera áttu mánudaginn 15. nóvember falla niður. Ekki er því áætlað að hafa nein foreldraviðtöl fyrr en í lok miðannar, þ.e. 14. febrúar 2005.

Samræmd próf 4. og 7. bekkjar:

Samræmdum prófum í 4. og 7. bekk hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þrátt fyrir það höldum við okkur við að þemavikan verði 29. nóv. til 3. des. og að Bleðill verði seldur þann 8. desember.

Jólaföndur foreldrafélagsins:

Jólaföndur foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 2. desember kl. 13:00-16:00.

Auglýsing um nánara fyrirkomulag kemur heim með nemendum þegar nær dregur.

Annað:

Myndmenntakennararnir (Dísa og Helga Björt) biðja nemendur um að koma með stóran stuttermabol með sér í skólann. Bolurinn verður notaður til þess að hlífa fötunum við málningaslettum og honum verður fargað í vor.

 

Með kveðju

Ingileif