Auglýst er eftir tónlistarkennara

 Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir tónlistarkennara.

 Um er að ræða 75% starf frá og með næsta skólaári og því felst söngkennsla, ásamt því að sjá um kóra tónlistarskólans. Gott væri ef umsækjandi hefði leikni í að spila á píanó eða önnur undirleikshljóðfæri. Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð og skal það fylgja umsókninni.

Allar umsóknir skulu sendar á maggi@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest. 

Við skólann starfa nú 9 kennarar og er kennsluaðstaða mjög góð og skólinn er í góðu samstarfi við Tónskóla Fjallabyggðar.

Upplýsingar um starfið gefur skólastjórinn, Magnús G Ólafsson í síma 8982516 eða 4604990 Einnig má skoða heimasíðu skólans: http://www.dalvikurbyggd.is/tonlistarskoli/

Umsóknarfrestur er til 26. maí.