Auglýst eftir áhugaverðum verkefnum á sviði heilsu og heilbrigðis

Auglýst eftir áhugaverðum verkefnum á sviði heilsu og heilbrigðis

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir nú eftir hugmyndum að verkefnum sem geti eflt starfsemi á sviði heilsu og heilbrigðis á Eyjafjarðarsvæðinu Heilsuklasi VAXEY er tilbúinn til samtarfs um verkefni sem byggjast á samstarfi og samvinnu tveggja eða fleiri aðila og miða að auknum umsvifum, betri þjónustu, vörurþróun eða uppbyggingu þekkingar. Mun klasinn verja allt að tveimur milljónum króna til áhugaverðra verkefna og veita aðgang að tengslaneti sínu. Forystuhópur heilsuklasans mun m! eta umsóknir út frá upplýsingum sem þeim fylgja og hversu vel þær falla að markmiðum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og heilsuklasans, sem og þeim reglum sem gilda um ráðstöfun fjármuna Vaxtarsamningsins. Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem er að finna hér að neðan. Skilafrestur er til 1. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónasson í síma 860 0505 eða á netfanginu bjarnij@unak.is