Auglýsing um skipulagstillögur

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagstillögur:

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarsvæði á Dalvík, breyting á þéttbýlisuppdrætti Dalvíkur.
Breyting á hafnarsvæði á Dalvík er gerð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða. Þar er m.a. gert ráð fyrir fjórum landfyllingum, samtals um 5 ha að flatarmáli og færslu á núverandi viðlegukanti. Einnig eru gerðar breytingar á aðliggjandi athafnasvæðum.

Vegtenging yfir Brimnesá, breyting á þéttbýlisuppdrætti Dalvíkur.
Gert er ráð fyrir framlengingu Böggvisbrautar til norðurs og brú yfir Brimnesá. Breytingin er til samræmis við samþykkt deiliskipulag og fyrri breytingar á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.

Tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af tengibrautunum Hafnarbraut og Gunnarsbraut í vestri, Flæðavegi í suðri, Brimnesá í norðri og sjávarborði í austri. Ekki liggur fyrir deiliskipulag nema af hluta skipulagssvæðisins og eru skipulagsákvæði nú sameinuð í eina áætlun. M.a. er gert ráð fyrir fjórum landfyllingum, samtals um 5 ha að flatarmáli, færslu á núverandi viðlegukanti og nýjum og breyttum byggingarlóðum. Einnig eru gerðar breytingar á aðliggjandi athafnasvæðum og gert ráð fyrir göngustíg eftir nýjum sjóvarnargarði á Sandskeiði.

Ofantaldar skipulagstillögur og umhverfisskýrsla verða til sýnis í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með fimmtudeginum 2. júní nk. til fimmtudagsins 14. júlí 2016 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is . Aðalskipulagsbreytingarnar liggja einnig frammi hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík á sama tíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til fimmtudagsins 14. júlí 2016. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til skipulags- og byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is .

Börkur Þór Ottósson
sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020, umhverfisskýrsla, hafnarsvæðið á Dalvík og deiliskipulag Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020, breyting á hafnarsvæði á Dalvík

Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2008-2020, framlenging Böggvisbrautar

Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði, deiliskipulagstillaga, uppdráttur

Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði, deiliskipulagstillaga, greingargerð