Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - deiliskipulag Snerra

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - deiliskipulag Snerra
Þann 21. mars 2017 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Snerru, Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða deiliskipulag á 11,1 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinni Jarðbrú í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Svæðið er vestan við þjóðveginn sem liggur um Svarfaðardal handan við íbúðarhúsið að Jarðbrú. Skikinn liggur að landamerkjum jarðanna Jarðbrúar og Brekkukots. Landamerkin að Brekkukoti eru eftir gamalli girðingu sem er rétt sunnan við læk sem þar rennur.
 
Skipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með miðvikudeginum 29. mars nk. til miðvikudagsins 10. maí 2017 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Þeim sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til miðvikudagsins 10. maí 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is.
 
29.03.2017
Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs