Auglýsing um fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Auglýsing um fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar

samkvæmt 18. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og  samkvæmt 14. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar mun á kjörtímabilinu að jafnaði halda fundi í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:15.

Fundir bæjarstjórnar verða, samkvæmt heimild í 12. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og  fundarsköp bæjarstjórnar,  að jafnaði felldir niður í júlí og ágúst ár hvert og fer bæjarráð þá með umboð bæjarstjórnar.

Dagskrá funda bæjarstjórnar verður auglýst með tveggja daga  fyrirvara á  auglýsingatöflu í Ráðhúsi Dalvíkur.

Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir