Auglýsing um aðalskipulagsbreytingu í Dalvíkurbyggð

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti 23. mars 2013 breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Breytingin felur í sér að gert verður ráð fyrir frístundabyggð norðan Laugahlíðar í landi Tjarnar þar sem verða þrjár lóðir fyrir sex frístundahús.
Tillagan verður send Skipulagsstofnun til lokaafgreiðslu sbr. grein 4.8.3 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til byggingafulltrúa, Ráðhúsinu, Dalvík, sími 460-4920

Skipulagsstofnun mun auglýsa tillöguna í Stjórnartíðindum B og öðlast þá aðalskipulagsbreytingin gildi.

Dalvíkurbyggð, 19. apríl 2013
Þorsteinn Björnsson
byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar