Auglýsing um aðalskipulagsbreytingu í Dalvíkurbyggð

Það tilkynnist hér með að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 21. febrúar 2012 óverulega aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Rökstudd tillaga hefur verið send til Skipulagsstofnunnar og hefur stofnunin í svari sínu dags. 7. mars 2012, fallist á að farið sé með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin er í meginatriðum eftirfarandi:
Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir frístundabyggð og garðlönd í landi Upsa. Í fyrri deiliskipulagstillögu var allt svæðið skilgreint sem frístundabyggð, en hluti þess ætlaður undir smáhýsi og garðlönd. Landnotkun og réttarstaða allra aðila er skýrari ef garðlönd eru skilgreind á opnu svæði til sérstakra nota með heimildum fyrir minni háttar byggingar s.s. geymslur og aðstöðuhús. Ákvæði og stærðarmörk verða sett í deiliskipulagi.

Skipulagsstofnun mun auglýsa tillöguna í Stjórnartíðindum B og öðlast þá aðalskipulagsbreytingin gildi.

Dalvíkurbyggð, 8. mars 2012.
Þorsteinn Björnsson
byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar