Atvinnusagan skráð með nýjum hætti

Atvinnusagan skráð með nýjum hætti

Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri ásamt
Þorsteini Aðalsteinssyni.

Í gær voru afhjúpaðir við byggðasafnið Hvol sex minnisvarðar um Fiskidaginn mikla og þá sem hann hefur heiðrað til þessa. Á morgun mun svo enn bætast við.  Það er fiskidagsnefndin sem stendur að þessu framtaki og sá sem hefur haft veg og vanda af gerð minnismerkjanna er Jóhannes Hafsteinsson. Bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð, Svanfríður Jónasdóttir afhjúpaði minnisvarðana með aðstoð Þorsteins Aðalsteinssonar sem var upphafsmaður að gerð þeirra.