Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir áskorun vegna lokunar Húsasmiðjunnar á Dalvík

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir áskorun vegna lokunar Húsasmiðjunnar á Dalvík

Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. janúar síðastliðinn var eftirfarandi bókað: 

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.

Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.