ATH! varasamar aðstæður á Árskógssandi.

ATH! varasamar aðstæður á Árskógssandi.

Dalvíkurbyggð vill vara fólk við að vera á ferli í bökkunum fyrir neðan Bjórböðin á Árskógssandi vegna skriðu og fallhættu. Bakkinn er á hreyfingu og því varasamt að vera á ferðinni í kringum hann. 
Verið er að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til þess að tryggja að bakkinn renni ekki allur fram en þangað til að slík lausn finnst er fólk beðið að fara mjög varlega á staðnum.