Átak gegn heimilisofbeldi

Átak gegn heimilisofbeldi

Þann 21. apríl 2015 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þá tillögu félagsmálaráðs að sveitarfélagið beiti sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra. Um nánari útfærslu er vísað til samstarfs lögreglunnar og félagsþjónustu um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi. 

Verkefni hófst í gær,  20. október 2015,  og er gert ráð fyrir því að það standi í eitt ár og verður árangur metinn að því loknu.

Dalvíkurbyggð og embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra munu vinna að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.