Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar

Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar

Kæru samstarfsfélagar

Eftir afgerandi kosningu var sú ákvörðun tekin Árshátíð Dalvíkurbyggðar skyldi haldin árlega. Að þessu sinni stefnum við þó á árshátíð að vori, með hækkandi sól og sumarhug í hjarta.

Laugardagurinn 14. mars hefur verið festur, veislustjóri bókaður og kræsingarnar farnar að malla í pottinum (eða svona allt að því). Að þessu sinni verður það enginn annar en hinn tónelski færeyingur, Jógvan Hansen sem stýrir veislunni og sér til þess að allt verði til fyrirmyndar. Skráning hefst þegar nær dregur en við biðjum fólk að taka daginn frá - allur er varinn góður og allt það.

Við stefnum síðan á starfsmannafögnuð í október en nánari upplýsingar um það koma inn von bráðar. Þetta verður stútfullur vetur af allskonar fjöri og við hlökkum til fleiri samverustunda með ykkur hjartans félagar.

Ef það eru einhverjar spurningar þá getið þið sent línu á Björk Hólm