Arnar Geir 4 ára

Arnar Geir 4 ára

Á sunnudaginn nk. þann 29. september verður hann Arnar Geir 4 ára. Hann bjó sér til glæsilega hundakórónu í tilefni dagsins og bauð börnunum upp á ávexti í ávaxtastundinni ásamt Hafsteini Thor sem einmitt á afmæli sama dag og Steinu stýru Afmælissöngurinn var svo að sjálfsögðu sunginn fyrir hann. Í tilefni þessa merka dags fór hann út og flaggaði íslenska fánanum og kom inn á leikskólann sæll og glaður og sagðist vera búinn að flagga Íslandi eins og hann orðaði það Ekki skemmdi það svo daginn í dag að það var dótadagur í leikskólanumVið óskum elsku Arnari Geir og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn.