Áramótabrennum í Dalvíkurbyggð aflýst

Áramótabrennum í Dalvíkurbyggð aflýst

Til stóð að hafa áramótabrennur með hefðbundnu sniði í ár. Vegna nýjustu takmarkana sem tóku gildi á miðnætti og gilda fyrir viðburði bæði innan- og utandyra, hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa þeim brennum sem áttu að vera í sveitarfélaginu.

Þetta er gert í samráði við lögreglu og í samræmi við ákvarðanir annarra sveitarfélaga því þrátt fyrir að brennur fari fram utandyra draga þær að sér fjölda fólks og mikilvægt að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar við þessar aðstæður.

Eru íbúar því vinsamlegast beðnir um að fara ekki með meira efni á brennurnar.