Áramótabrennur í Dalvíkurbyggð

Þrjár brennur verða í Dalvíkurbyggð um áramótin. Á Árskógsströnd verður kveikt í brennu við afleggjarann að Brimnesi klukkan 20.00 á gamlárskvöld en þá verður einnig flugeldasýning á sama tíma. Á Dalvík verður kveikt í brennunni klukkan 17.00 á gamlársdag en flugeldasýning á Dalvík fer fram við höfnina, laugardaginn 29. desember kl. 20:00. Þrettándabrenna verður haldin sunnudaginn 6. janúar við Húsabakka í Svarfaðardal kl. 20:30.