Annasamar vikur á enda

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur síðastliðnar vikur. Fimmtudaginn 2. des  notuðum við í jólabakstur þar sem börnin bjuggu til glæsilegar smákökur. Föstudaginn 3. des máluðu þau síðan afraksturinn í öllum regnbogans litum. Þriðjudaginn 7. des héldum við  foreldrakaffi í fyrsta sinn upp í skógarreit og gaman var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært um að koma og einnig voru nokkrar ömmur sem komu og áttu góða stund með okkur.  Á föstudeginum í þeirri viku  fóru eldri börnin (2005) svo upp á dalbæ og heilsuðu upp á íbúa þar í lopapeysum og með jólasveinahúfur. Þar sungu börnin nokkur velvalin jólalög og þuldu upp jólasveinavísur sem þau hafa verið að læra af miklum myndarskap.
Í þessari viku (13-17 des) fara yngri börnin í heimsókn upp á dalbæ líkt og eldri börnin gerðu í síðustu viku og syngja fyrir íbúa þar. Á þriðjudaginn munu eldri börnin okkar fara í Dalvíkurskóla og taka þátt í skemmtun á sal og skemmta nemendum á yngsta stigi með jólasveinavísum og söng. Á föstudeginum er þeim svo boðið að taka þátt í hluta af litlu jólunum með nemendum á yngsta stigi grunnskólans.