Andrésar Andar leikarnir

Þrítugustu og þriðju Andrésar Andarleikarnir fóru fram 23. - 26. apríl  í Hlíðarfjalli við Akureyri. 770 keppendur á aldrinum 6 - 14 ára voru skráðir til leiks.Mikill fjöldi keppenda og foreldra fóru á vegum Skíðafélags Dalvíkur. Allir stóðu sig með vel en eftirtektarverðum árangri náðu eftirtaldir:

Úrslit 6 og 7 ára drengir stórsvig
2. sæti Skarphéðinn Óliversson D 
3. sæti Axel Reyr Rúnarsson D

Úrslit 6 og 7 ára stelpur stórsvig
2. sæti Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir D 
3. sæti Ásrún Jana Ásgeirsdóttir D

Úrslit 8 ára stúlkur svig
3. sæti Ólöf María Einarsdóttir D

Úrslit 8 ára drengir stórsvig
3. sæti Arnór Snær Guðmundsson D

Úrslit 9 ára stúlkur stórsvig
3. sæti Andrea Björk Birkisdóttir D
4. sæti Júlíana Björk Gunnarsdóttir D

Úrslit 9 ára stúlkur svig
3. sæti Júlíana Björk Gunnarsdóttir D
4. sæti Andrea Björk Birkisdóttir D

Úrslit 10 ára stúlkur svig
1. sæti Elísa Rún Gunnlaugsdóttir D

Úrslit 10 ára drengir stórsvig
2. sæti Ingvi Guðmundsson D

Úrslit stúlkur 11 ára stórsvig
1. sæti Ásdís Dögg Guðmundsdóttir D
3. sæti Sólrún Anna Óskarsdóttir D

Úrslit 12 ára drengir stórsvig
1. sæti Jakob Helgi Bjarnason D

Úrslit 12 ára drengir svig
1. sæti Jakob Helgi Bjarnason D

Úrslit 13-14 ára drengir svig
1. sæti Hjörleifur Einarsson D

Úrslit drengir 14 ára stórsvig
2. sæti Hjörleifur Einarsson D

 

Greinilega mikið af upprennandi afreksfólki að koma frá Dalvíkurbyggð. Við óskum þessum keppendum og Skíðafélagi Dalvikur til hamingju með árangurinn.

Eftir verðalaunaafhendingu í Íþróttahöllinni á laugardag var þrítugustu og þriðju Andrésar leikunum slitið. Að þessu sinni voru 770 keppendur skráðir til leiks og gekk mótshaldið vel fyrir sig, enda lék veðrið við keppendur tvo fyrstu dagana og fjöldi fólks kom að mótshaldi. Mikil og góða stemming var í Íþróttahöllinni á setningunni, við verðlaunaafhendingar og í Hlíðarfjalli. Þeir sem hafa fylgst með Andrési í gegnum árin segja að met fjöldi hafi verið við setningu leikanna eða rúmlega 2000 manns. Andrésarnefndin vill þakka keppendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og liðstjórum fyrir komuna og vonast til að sjá sem flesta aftur að ári liðnu.