Ályktun vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld

Á fundi sínum 17. apríl samþykkti bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar eftirfarandi ályktun:

Fyrir Alþingi liggja nú frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld. Því er haldið fram að nái frumvörpin fram að ganga geti það haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir afkomu útgerðarfyrirtækja og þar með stöðu einstakra sveitarfélaga og íbúa þeirra. Mikilvægt er þess vegna að fara vandlega yfir áhrif frumvarpanna áður en þau verða lögfest.


Bæjarstjórn leggur áherslu á að Alþingi skoði vel og ígrundi þær úttektir sem fyrir liggja á mögulegum áhrifum frumvarpanna með trausta atvinnu og byggð í landinu að leiðarljósi.

Jafnframt staðfesti bæjarstjórn þá ákvörðun bæjarráðs að fá endurskoðunarfyrirtækið KPMG til að leggja mat á áhrif frumvarpanna á Dalvíkurbyggð. Sú úttekt er nú tilbúin og er hægt að kynna sér hana hérna á vefnum  Áhrif af framkomun tillögum um lagaumhverfi í sjávarútvegi á Dalvíkurbyggð.