Alþjóðleg íþróttabraut í Viborg

Íþróttalýðháskólinn í vinabæ Dalvíkurbyggðar í Danmörku, Viborg, býður ungmennum héðan úr sveitarfélaginu að skrá sig á alþjóðlega íþróttabraut á vorönn skólans 2010. Önnin hefst 4. janúar og stendur til 9. maí. Nemendur úr Dalvíkurbyggð njóta 36% afsláttar en námið kostar 21,300 dkr. fyrir alla önnina.
Innifalið er námið og dvölin með fæði og húsnæði, skíðaferð til Noregs, skoðunar- og leikhúsferðir, hluti námsefniskostnaðar og nemendafélagsgjald. Heimasíða skólans er www.giv.dk

Frekari upplýsingar hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í síma 460-4913 eða 896-3133, eða með því að senda tölvupóst á bjarni@dalvik.is