Alþjóðleg athafnavika 2010

Eftir tæpa tvo mánuði fer Alþjóðleg athafnavika (e. Global
Entrepreneurship Week) fram í yfir 100 löndum um allan heim.
Íslendingar tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra og átti Athafnavikan
klárlega erindi til þjóðarinnar þar sem á annað hundrað fjölbreyttra
viðburða fóru fram á landinu.

Dagana 15.-21.nóvember næstkomandi gefst okkur aftur tækifæri á að
taka þátt í alþjóðlegri athafnaviku og vera þannig öðrum hvatning til
athafnasemi. Mikilvægt er að allir standi saman í framkvæmdagleðinni
en einstaklingar, sveitarfélög, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir
stóðu að skemmtilegri Athafnaviku í fyrra og er það von okkar að svo
verði aftur í ár. Taktu þátt og skráðu viðburð á heimasíðunni
www.athafnavika.is.

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Birgisdóttir, thorhildur@innovit.is

Alþjóðleg athafnavika 2010