Alþingiskosningar - 25. september 2021

Alþingiskosningar - 25. september 2021

Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis verður í Dalvíkurskóla laugardaginn 25. september 2021. Gengið er inn að vestan.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.

Kjósendur eru beðnir um að hafa tiltæk skilríki til að gera grein fyrir sér. Athygli er vakin á því að þeir sem eru með skilríkin í síma þurfa að vera með þau í þar til gerðum forritum, Iphone notendur með Apple wallet og Android notendur með Smart wallet.

Minnum á að virða fjarlægðarmörk á kjörstað og að grímunotkun er valkvæð.

Kjörstjórn Dalvíkurbyggðar,
Helga Árnadóttir, Bjarni Valdimarsson, Ingibjörg María Ingvadóttir.

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september nk. liggur frammi almenningi til sýnis frá og með 15. september og fram á kjördag í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á venjulegum opnunartíma, mánudaga – fimmtudaga frá kl. 10:00 – kl. 15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00 – kl. 12:00.

Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 21. ágúst 2021. Einnig er bent á vefinn https://www.kosning.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvar og hvort einstaklingur er á kjörskrá.

Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar á opnunartíma fram á kjördag.

Sveitarstjórinn í Dalvíkurbyggð,
Katrín Sigurjónsdóttir