Almennur kynningarfundur 26. janúar 2017 kl 18:00 í félagsheimilinu Árskógi

Almennur kynningarfundur 26. janúar 2017 kl 18:00 í félagsheimilinu Árskógi

Efni:

  • Áform um uppbyggingu sjógönguseiðastöðvar við Þorvaldsdalsárós
  • Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
  • Drög að deiliskipulagi seiðaeldisstöðvar

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi Laxós ehf. um lóð fyrir seiðaeldisstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi. Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að þar verði skilgreint athafnasvæði. Auk þess þarf að vinna deiliskipulag svæðisins. Á fundinum verður gerð grein fyrir fyrirhuguðum rekstri og áhrifum hans á umhverfið og skipulagsmál á svæðinu.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Árskógi  fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 18:00. Íbúar á Árskógssandi og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til þess að mæta á fundinn og kynna sér fyrirliggjandi áform. Lýsing fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar hefur verið auglýst og geta hagsmunaaðilar og umsagnaraðilar sent inn ábendingar eða athugasemdir sem að gagni gætu komið við gerð og frágang skipulagstillagna fyrir 2. febrúar n.k. Skriflegum ábendingum skal skila á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, Dalvík, eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is 

Athafnasvæði á Árskógssandi - lýsing á fyrirhuguðum Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020

 

Börkur Þór Ottósson
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs