Almennt útboð: Utanhússframkvæmdir við Dalbæ á Dalvík

Almennt útboð:  Utanhússframkvæmdir við Dalbæ á Dalvík

Dalbær heimili aldraðra á Dalvík Dalvíkurbyggð óskar hérmeð eftir tilboðum vegna ýmissa utanhússframkvæmda við Dalbæ. Framkvæmdirnar eru þessar helstar:

  1. Allir útveggir eldri bygginga heimilisins eru einangraðir með 50 mm einangrun og klæddir með múrkerfi og málaðir – magn 700 m².
  2. Öllum gluggum og nokkrum útihurðum eldri bygginga heimilisins er skipt út fyrir áltimbur glugga og útihurðir.
  3. Klæðning á þakköntum eldri bygginga heimilisins er endurnýjuð - magn 200 m².
  4. Ný 45 m² steinsteypt viðbygging á tveimur hæðum á milli setustofu og matsalar.
  5. Hlaðið er uppí nokkra glugga og gönguhurðir í eldra húsi.
  6. Nýtt 6 m² timburþakskyggni yfir suðurinngangi efri hæðar á milli austur- og vesturálmu.
  7. Svalir stækkaðar um 15 m² til suðurs. Svalastækkunin er úr timbri.
  8. Viðgerð og málun útveggja, glugga og útihurða utanhúss í starfsmannaaðstöðu og matsal, veggflötur 400 m².

Bjóðendum er boðið til kynningarfundar í húsnæði Dalbæjar við Kirkjuveg á Dalvík Dalvíkurbyggð, þriðjudaginn 9. febrúar 2021, kl. 13:00 og verða þar fulltrúar verkkaupa og hönnuður. Í framhaldi af fundinum gefst bjóðendum kostur á að skoða aðstæður á væntanlegum verkstað.

Nálgast má útboðsgögn frá og með föstudeginum 5. febrúar 2021 með því að senda fyrirspurn á agust@formradgjof.is og óska eftir gögnum á rafrænu formi. Gefa þarf upp netfang, símanúmer og kennitölu bjóðanda.

Tilboðum skal skila í afgreiðslu Ráðhúss Dalvíkur á 1. hæð fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 23. febrúar 2021 og verða tilboðin opnuð í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til þess að tilboð séu gild skulu bjóðendur vera í skilum með lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöld, öll opinber gjöld ásamt öðru því sem tilgreint er í útboðslýsingu útboðsins.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.

Dalbær heimili aldraðra
Kirkjuvegi
620 Dalvík