Allir í sama liði - íbúaþing um fjölbreytileika mannlífs -

Fimmtudaginn 21. nóvember næstkomandi verður haldið íbúaþing í Menningarhúsinu Bergi tileinkað samfélaginu hér í Dalvíkurbyggð. Markmið þingsins er að ræða um þann fjölbreytileika sem einkennir okkar samfélag hér í dag og hvaða tækifæri skapast þess vegna. 

Dagskrá málþingsins er á þessa leið:
16.30-18:30 Fyrirlestur og umræður um fjölbreytileika, fjölmenningu og fordóma, Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur.
18.30-19.00 Léttur kvöldverður
19.00-20.00 Umræðuhópar

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að eiga heima í góðu og vinalegu samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og fólk stendur saman, óháð uppruna, til að taka þátt í þinginu.
Þátttakendum verður boðið upp á léttan kvöldverð sem kaffihúsið Þula mun reiða fram. Mikilvægt er að allir þátttakendur skrái sig svo hægt sé að áætla fjöldann. Þátttaka í þinginu er þátttakendum að kostnaðarlausu sem og maturinn sem boðið verður upp á.
Skráning á þingið fer fram á netföngnum helgabjort@dalvikurbyggd.is , arni@dalvikurbyggd.is  og þjónustuveri í Ráðhúsinu hjá Möggu og Ingvari í þau í síma 460-4900. Vinsamlegt skráið ykkur fyrir miðvikudaginn 20. nóvember.

Enskumælandi og pólskumælandi túlkar verða á þinginu.

Íbúaþing - kynningarbréf