Álagning gjalda 2011


a) Útsvarsprósenta: 14,48% .

b) Fasteignagjöld:
Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna frá 1. febrúar 2010.

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,49% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,35% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,37% af fasteignamati húss og lóðar.
Sorphirðugjald kr. 25.400 á íbúð.

Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005.
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,35% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,37% af fasteignamati húss og lóðar.

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk, t.d. hesthús, verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,35% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,37% af fasteignamati húss og lóðar.

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúslóða 1,90% af fasteignamati lóðar.
Lóðarleiga atvinnulóða 3,60% af fasteignamati lóðar.
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar.

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti.
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá allt að kr. 47.018 ,- afslátt fasteignaskatts af eigin íbúð sem þeir búa sjálfir í. Afsláttur til elli- og örorkulifeyrisþega er tekjutengdur sem hér segir:
a) Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.726.203 ,-
b) Hjón og sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 2.382.385 ,-


Afslátturinn er reiknaður sjálfvirkt í samvinnu við Fasteignaskrá Íslands og Ríkisskattstjóra. Til bráðabirgða verður afslátturinn reiknaður út frá upplýsingum úr síðasta skattframtali og færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli. Afslátturinn verður endurreiknaður þegar Ríkisskattstjóri hefur staðfest skattframtöl vegna tekna ársins 2010.

Frekari upplýsingar má fá í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar í síma 460-4900 eða á www.dalvik.is .

Fasteignaskattur er lagður á með heimild í lögum nr. 4/1995 með síðari breytingum, vatnsgjald með heimild í lögum nr. 32/2004 og reglugerð nr. 401/2005 og fráveitugjald með heimild í reglugerð nr. 507/1975 með síðari breytingum.