Áheitasöfnun

Kvennadeildin á Dalvík ætlar að fara í áheitasöfnun til að fjármagna viðhald á húsi og búnaði félagsins. Áætlað er að hjóla alla leið í Mývatnssveitina laugardaginn 1. september næstkomandi og munu félagskonur ganga í hús og safna áheitum dagana 27.-30. ágúst. Vonandi sjá sem flestir sér fært að styrkja þetta góða málefni.