Ágæt mæting á fræðslufund um fugla

Ágæt mæting og líflegar umræður voru á fræðslufund Náttúrusetursins á Rimum í gærkveldi þar sem Einar Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands flutti erindi og sýndi myndir. Einar hélt raunar tvö erindi þar sem Jóhann Óli Hilmarsson formaður fuglaverndarfélagsins forfallaðist. Einar sýndi meðal annars myndir af fuglaskoðunarhúsum og ræddi um fuglaferðamennsku. Þar beni hann  á að fuglaskoðunarfólk væri fjölmennur hópur sem legði á sig langar og kostnaðarsamar ferðir til að upplifa viðmóta fuglalíf og við höfum fyrir augum og eyrum á hverjum degi.