Afmæli Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Afmæli Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Afmæli Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar verður haldið hátíðlegt í Bergi laugardaginn 7. mars kl. 17.00. Á þessu ári er Tónlistarskólinn 50. ára og á þeim tímamótum er bæjarbúum og öllum velunnurum skólans boðið til veislu, í boði skólans og Dalvíkurbyggðar. Á þessum afmælisfagnaði koma fram bæði nýir og gamlir nemendur ásamt kennurum, síðan verða óvæntar uppákomur og Þórarinn Hjartarson fer yfir sögu skólans máli og myndum.