Afleysingar í Sundlaug Dalvíkur í sumar

Starfsfólk vantar til afleysinga í Sundlaug Dalvíkur í sumar. Um er að ræða vaktavinnu sem felst í góðri þjónustu við viðskiptavini...við afgreiðslu, öryggisgæslu, eftirlit í baðklefum kvenna, þrif ofl. Starfsfólk þarf að undirganga öryggispróf sundstaða og að hafa farið nýlega á skyndihjálparnámskeið eða vera tilbúin til þess. Til að sinna öryggisgæslu þarf viðkomandi að vera orðin 18 ára. Tekið skal fram að Sundlaug Dalvíkur er reyklaus vinnustaður.


Laun eru greidd skv. kjarasamningi Kjalar við launanefnd sveitarfélaga.


Áhugasamir hafi samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í síma 460-4913 eða 896-3133 eða með tölvupósti á bjarni@dalvik.is .