Áfallaáætlun fræðslu - og menningarsviðs

Í lok apríl lauk vinnu við Áfallaáætlun fyrir fræðslu - og menningarsvið Dalvíkurbyggðar en hún er unnin fyrir stofnanir sviðsins. Með því er t.d. átt við leik- og grunnskóla, tónlistarskóla, söfn, félagsmiðstöð og íþróttamiðstöð. Ekki á allt við allar stofnanir og gegna skólar almennt lykilhlutverki þegar áföll verða en mikilvægt er að stofnanir og samfélagið taki heildrænt utanum þá sem lenda í áfalli og ástvini þeirra. 

 Áfallaáætlunin var unnin af starfshópi undir stjórn sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Leitað var umsagna starfsmanna, stjórnenda, skólahjúkurnarfræðings, félagsmálastjóra og prests.

Áfallaáætlun fyrir fræðslu - og menningarsvið er að finna í heild sinni hér á heimasíðunni.