Af hverju er megrun fitandi?

Fyrirlestur í Félagsheimilinu Árskógi föstudaginn 8. janúar 2016 kl. 17:30.

Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og fagstjóri heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg, kynnir hér leið til léttara lífs sem allir þeir sem vilja vinna að betri heilsu eða þyngdarstjórnun ættu að skoða.
Margir kannast við að hafa farið í megrunarkúr, misst fjölda kílóa og bætt þeim svo á sig aftur. Í fyrirlestrinum útskýrir Erla af hverju þetta gerist en að hennar mati er ekki eðlilegt að halda megrunarkúra út, hvorki fyrir líkama eða sál. Hún vill vekja fólk til umhugsunar um það hvernig unnt er að vinna með líkamanum en ekki á móti og ná þannig varanlegum árangri, halda góðri heilsu og njóta lífsins.

Kvenfélagið Hvöt í samstarfi við Heilsueflandi Dalvíkurbyggð.

Engin aðgangseyrir og allir velkomnir.