ÆskuRækt - Skráningarkerfi frístunda í Dalvíkurbyggð

ÆskuRækt er skráningarkerfi á vefnum sem er ætlað öllum þeim sem stunda skipulagt frístundastarf í Dalvíkurbyggð. ÆskuRæktina má finna á Mín Dalvíkurbyggð á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalvikurbyggd.is  . Hægt er að nálgast leiðbeiningar á vefnum undir flipanum Hjálp. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Dalvíkurbyggðar á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is  eða í síma 460-4900 milli kl. 8:00-16:00 alla virka daga vegna aðstoðar við Mín Dalvíkurbyggð. Viktor forstöðumaður Víkurrastar veitir upplýsingar um ÆskuRækt í síma 4604988 og með tölvupósti viktor@dalvikurbyggd.is  .


Ætlunin er að öll námskeið fyrir börn og ungmenni séu í ÆskuRækt og eru mörg þeirra styrkhæf til hvatagreiðslna Dalvíkurbyggðar. Hvatagreiðsla Dalvíkurbyggðar er 1.400 kr. á mánuði fram að áramótum. Hvert barn getur að hámarki fengið hvatagreiðslu fyrir þrjár tómstundir pr. mánuð og á styrkurinn við um börn og ungmenni á aldrinum 6 – 18 ára (tekur gildi við 6 ára afmælisdag og gildir að 18 ára afmælisdeginum).


Við viljum vekja sérstaka athygli á því að greiðsluleiðir eru mismunandi og biðjum ykkur að kynna ykkur það sérstaklega:


• Tónlistarskóli – einungis er leyfilegt að skrá nemendur sem þegar hafa verið teknir inn í tónlistarskólann.
o Greiðslukort
o Greiðsluseðlar (sækja þarf um greiðsluseðil fyrir gjaldinu á bæjarskrifstofu)
o Á haustönn er hægt að skipta greiðslum allt að 2 greiðslum og á vorönn allt að 5 greiðslur
o Hvatagreiðslur gilda frá 1. september – 31. desember. Til að nýta sér hvatagreiðslu er mjög mikilvægt að foreldrar gangi frá skráningu sem fyrst.


• Sundfélagið Rán
o Millifærsla – Athugið að skoða greiðslukvittun til að fá upplýsingar um bankareikning og millifærsluleið.
o Hvatagreiðsla gildir frá 1. september – 31. desember. Til að nýta sér hvatagreiðslu er mjög mikilvægt að foreldrar gangi frá skráningu sem fyrst.

• Knattspyrna
o Greiðslukort
o Greiðsluseðlar eða millifærslur – hafa verður samband við Katrínu Sigurjónsdóttur með tölvupósti katrin@norfish.is  eða í síma 824 3989.
o Hægt er að skipta í allt að 2 greiðslur á haustönn.
o Hvatagreiðslur gilda 1. október – 31. desember. Til að nýta sér hvatagreiðslu er mjög mikilvægt að foreldrar gangi frá skráningu sem fyrst.

• Fimleikar
o Engar fyrirliggjandi upplýsingar eru um greiðsluform eða gjaldskrá og er því ekki hægt að skrá að svo stöddu.

• Frjálsar
o Millifærsla – hafa verður samband við Ingibjörg Maríu Ingvadóttir með tölvupósti fvilhelms@simnet.is  eða í síma 8611386.
o Hvatagreiðsla gildir 1. október – 31. desember. Til að nýta sér hvatagreiðslu er mjög mikilvægt að foreldrar gangi frá skráningu sem fyrst.

• Karfa
o Gjaldfrjáls

• Björgunarsveit
o Við skráningu mun hvatagreiðsla ná utan um kostnað vegna þátttöku í Björgunarsveit fram að áramótum. Til að nýta sér hvatagreiðslu er mjög mikilvægt að foreldrar gangi frá skráningu sem fyrst.


Íþróttamiðstöð Dalvíkur – tímabilakort
Boðið verður uppá kaup á tímabilakortum í heilsurækt og sund í ÆskuRæktinni fyrir gesti Íþróttamiðstöðvar Dalvíkur. Í boði verður að skipta greiðslum í samræmi við tímalengd kortsins t.d. 3 mánaða kort er hægt að skipta í allt að þrjár greiðslur og árskort í allt að 12 greiðslur. Upplýsingar um greiðslur og fleira er hægt að fá hjá Árni Jónssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með tölvupósti arni@dalvikurbyggd.is eða í síma 460 4913.