Æskurækt í Dalvíkurbyggð

Í vor samþykkti Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar reglur um hvatagreiðslur til barna- og ungmenna á aldrinum 6 -18 ára í Dalvíkurbyggð. Markmiðið er að gera börnum með lögheimili í Dalvíkurbyggð kleift að taka þátt í frístundastarfi óháð efnahag fjölskyldna.

Með frístundastarfi er átt við starf íþróttafélaga, leiklistarfélaga, myndlistarfélaga, tónlistarskóla og e.t.v. fleira. Ef vafi leikur hvort frístundin séu viðurkennd er forsvarsmanni félags bent á að hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Niðurgreiðslan er 1.400kr. á mánuði á frístund, hámark 3 frístundir. Hvatagreiðslur taka gildi 1. september 2013.

Umsóknir um hvatagreiðslur þurfa að berast í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, Mín Dalvíkurbyggð, sem finna má á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Þar þarf að velja Æskurækt og svo framv.

Kynningarfundur vegna Æskuræktar og hvatagreiðslna verður haldinn á næstunni og verður hann auglýstur sérstaklega.