Aðventurölt á Dalvík 9. desember

Annað kvöld, fimmtudaginn 9. desember, verður "Aðventuröltið" á Dalvík á dagskrá  kl. 20:00-22:00. Opið verður í verslunum, galleríum og víðar þetta kvöld og ýmis tilboð í gangi.

Í menningarhúsinu Bergi munu hljóma jólatónar undir lok kvöldsins, þegar Samkór Svarfdæla kemur við í salnum í Bergi og syngur hátíðleg jólalög. Stjórnandi kórsins er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Kaffihúsið í Bergi verður einnig opið fram eftir kvöldi með kræsingar, jólatónlist, jólaljósa- og kertastemningu.