Aðventa og jól - viðburðir

Undirbúningur og gerð viðburðadagatals jóla og aðventu 2010 í Dalvíkurbyggð stendur yfir.

Kallað er eftir öllum upplýsingum sem ættu að koma fram í viðburðadagatalinu frá aðilum sem standa að og skipuleggja opna viðburði í Dalvíkurbyggð. Dagatalið miðast við viðburði sem fara fram á tímabilinu 25. nóvember 2010 til 6. janúar 2011, svo sem tónleika, jólamarkaði, jólaföndur, jólasýningar, jólapóst, jólaböll, nýársball, aðventurölt, jólahlaðborð, jólasveina, flugeldasölu, flugeldasýningu, áramótabrennur, þrettándabrennu, þrettándagleði, íþróttamaður ársins og e.t.v. fleira.  

Viðburðardagatalið verður síðan prentað og dreift í öll hús í sveitarfélaginu.

Ef eitthvað af þessu á við um þig eða þitt fyrirtæki/stofnun, vinsamlegast sendið upplýsingar um það til upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar, gudrun@dalvik.is , sem fyrst, eða í síðasta lagi mánudaginn 15. nóvember. Mikilvægt er að tímasetningar og staðsetningar komi fram.