Aðventa og jól í Dalvíkurbyggð

Aðventa og jól í Dalvíkurbyggð

29.nóvember, föstudagur

Föndurdagur fjölskyldunnar í Dalvíkurskóla kl. 15.30-18.30. Nemendur og fjölskyldur þeirra geta keypt efni til föndurgerðar í skólanum á vægu verði (frá ca. 150 – 1.000 kr). Nemendur fá 500 kr. inneignarmiða á sínu nafni sem þeir geta notað til að kaupa sér föndurefni. Hafið með ykkur skæri, límstauk, liti(túss/tré), að jólaskapinu ógleymdu. Vinsamlegast sendið börnin í fylgd með fullorðnum. Nemendur í 10. bekk verða með kaffisölu í hátíðarsalnum til styrktar ferðasjóði sínum. Kaffihlaðborð kostar kr. 1.200 fyrir fullorðna, kr. 600 fyrir börn á skólaaldri, ókeypis er fyrir börn undir skólaaldri. Á föndurdaginn ganga allir inn um aðalinnganginn.

30. nóvember, laugardagur

Leikfélag Dalvíkur frumsýnir jólasýningu sína, Jóladagatalið, í Ungó kl. 16.00. Leikritið fjallar um jólasveinana okkar og allt fer að stefna í voða þegar jólin nálgast. Miðaverð er 1.000 kr. Miðapantanir milli 16.00-20.00 í síma 868-9706. Enginn posi.

1. desember, sunnudagur

Jóladagatalið, sýning Leikfélags Dalvíkur sýnt kl. 14.00.
Stærri-Árskógskirkja kl 17.00. Aðventuhátíð og kveikt á leiðalýsingu
Dalvíkurkirkja kl. 20.00. Aðventukvöld og kveikt á leiðalýsingu.

2. desember, mánudagur

Jóladagatalið, sýning Leikfélags Dalvíkur sýnt kl. 18.30.

3. desember, þriðjudagur

Jóladagatalið, sýning Leikfélags Dalvíkur sýnt kl. 19.00 Lokasýning leikfélagsins.

4. desember, miðvikudagur

Jólasýning fimleikadeildar UMFS  kl. 17.00 í Íþróttamiðstöðinni. Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir grunnskólabörn. Hvetjum alla til að koma.

5. desember, fimmtudagur

Jólaföndur Árskógarskóla fer fram frá kl. 16.30 -19.00 í Árskógarskóla. Efni til föndurgerðar er selt á staðnum auk þess sem seldar eru veitingar. Enginn posi á staðnum. Gott að grípa með sér skæri. Allur ágóði rennur í ferða- og skemmtisjóð nemenda.
Árlega Aðventuröltið kl. 19.00-22.00. Opið í verslunum, galleríum, kaffihúsum og víðar. Ýmis tilboð og lukkuleikir í gangi. Síðustu ár hefur frábær stemming myndast þetta kvöld, ekki missa af henni! Ath. opnunartími getur verið misjafn eftir verslunum.

7. desember, laugardagur

Salka, kvennakór heldur jólatónleika í Dalvíkurkirkju kl. 16.30.
Dagskráin verður fjölbreytt að venju og munu þær fá til liðs við sig gestakór, Karlakór Fjallabyggðar sem mun flytja nokkur lög. Kórstjóri er Mathias Spoerry. Að tónleikum loknum býður kórinn gestum sínum að þiggja, kakó og smákökur í safnaðarheimilinu.
Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr. og 1.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri.  Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.

8.desember, sunnudagur

Kvenfélagið Hvöt heldur jólabingó í Árskógi kl. 14.00. Allir velkomnir.
Tjarnarkirkja kl. 20.00. Aðventuhátíð og kveikt á leiðalýsingu.

9. desember, mánudagur

Hið árlega jólabingó Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS er haldið í hátíðarsal Dalvíkurskóla kl. 17.00. Að venju verða glæsilegir vinningar í boði og eru allir iðkendur, foreldrar, afar og ömmur hvött til að taka daginn frá og mæta og styrkja þannig starfsemi fótboltans í Dalvíkurbyggð.

10. desember, þriðjudagur

Tónlistarskólinn – jólatónleikar kl. 17.00  í Bergi

11. desember, miðvikudagur

Tónlistarskólinn – jólatónleikar kl. 16.30 og 18.30 í
Dalvíkurkirkju. Fram koma nemendur og kennarar með létta og skemmtilega jóladagskrá. 

12.desember, fimmtudagur

Færnismiðja á Bókasafninu kl. 16.30-18.00 - Jólasmiðja.
"Jólin mín, Jólin þín, Jólin okkar" 
Tónlistarskólinn – jólatónleikar kl. 16.30-18.30 í Víkurröst. Fram koma nemendur og kennarar með létta og skemmtilega jóladagskrá.
Jólablað Norðurslóðar kemur út bólgið af rammsvarfdælskum jólaanda að vanda.

13. desember, föstudagur

Ljótu jólapeysu-PubQuiz á Gísla, Eirík og Helga kl. 21.00. Verðlaun fær sá/sú sem mætir í ljótustu jólapeysunni.
Tónlistarskólinn - Jólatónleikar kl. 13.45 á Dalbæ og  kl. 16.30 og 17:30 í sal Víkurrastar. Fram koma nemendur og kennarar með létta og skemmtilega jóladagskrá.

14. desember, laugardagur

Jólaupplestur á kaffihúsinu í Bergi . Á kaffihúsinu mun ríkja hugguleg jólastemmning á meðan nokkrir lesendur úr heimabyggð koma sér fyrir í hægindastól hússins og lesa upp úr bók að eigin vali. Meðal lesanda verður Kristín Heimisdóttir sem nýverið gaf út jólabókina „Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir“. "
Karaoke kvöld á Gísla, Eirík og Helga kl. 23.00

15. desember, sunnudagur

Jólasveinarnir koma á svalir Kaupfélagshússins kl. 14.00.
Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar býður upp á heitt kakó og piparkökur við þetta tilefni.

16. desember, mánudagur

Tónlistarskólinn - Jólatónleikar kl. 16.30 - 17.30 í Tjarnarkirkju.

17. desember, þriðjudagur

Tónlistarskólinn - Jólatónleikar kl. 14.00 - 14.45 á Dalbæ.

19. desember, fimmtudagur 

Litlu jól í Dalvíkurskóla, 7.-10. bekkur kl. 20.00
Jólablað DB-blaðsins kemur út. Stútfullt af jólatengdu efni.
Jólavaka Tjarnarfjölskyldunnar í Menningarhúsinu Bergi kl 20:30. Hugljúf jóladagskrá í tali og tónum.

20. desember, föstudagur

Litlu jól í Dalvíkurskóla, 1.-6. bekkur kl. 09.00. 1. – 3. bekkur byrja í stofum, 4. – 6. bekkur byrja í sal. Foreldrar eru velkomnir að koma í hátíðarsal og dansa í kringum jólatré með börnum sínum.
Litlu jól í Árskógarskóla kl. 10.00

23. desember, Þorláksmessa

Jólapóstur samkvæmt hefð í Dalvíkurskóla. Skólinn er opinn frá kl. 13.00 – 16.00. Nemendur og starfsfólk taka á móti jólakortum í skólanum (inngangur nr.1). Verð fyrir hvert kort er 100 kr. og 500 kr. fyrir pakkann. Jólasveinar bera sendingarnar út á aðfangadag frá kl. 10.30 – 14.00. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu til styrktar bókasafni Dalvíkurskóla.
Jólaró með Írisi Hauks í Dalvíkurkirkju. Á dagskránni verða hugljúf íslensk jólalög í bland við erlend. Sérstakur gestur Snorri Eldjárn Hauksson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 kr. Undirleikari er Styrmir Þeyr Traustason.

24. desember, aðfangadagur

Dalvík og Svarfaðardalur: Jólapósturinn borinn út að morgni.
Árskógssandur: Jólasveinarnir bera út pakka og annað góðgæti til íbúa.
Hátíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 18.00

25. desember, jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta í Stærri-Árskógskirkju kl 11.00
Hátíðarguðsþjónusta í Vallakirkju kl. 13.30

26. desember, annar dagur jóla

Hátíðarguðsþjónusta á Dalbæ kl. 14.00

27. desember, föstudagur

Jólagleði á Rimum í Svarfaðardal kl. 14.00 á vegum Kvenfélagsins Tilraunar. Jólatrésskemmtun, söngur og tónlist. Jólasveinar mæta á svæðið. Gestir leggja til bakkelsi á sameiginlegt kaffiborð.
Brúsmót á Rimum Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður heldur brúsmót á Rimum kl. 20.30. Spilað verður eftir atbrúsreglum eins og á heimsmeistarmótinu. Mótsgjald er 500 kr. á mann, ekki posi á staðnum. Allir velkomnir.
DJ Hólm þeytir skífum frá kl. 23.00 fram eftir nóttu á Gísla, Eirík og Helga og lofar frábærri stemningu.

28. desember, laugardagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 16.00-20.00

29. desember, sunnudagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 12.00-22.00. Sérstök sölusýning við hús Björgunarsveitarinnar kl. 20.00. 

30. desember, mánudagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 12.00-22.00

31. desember, Gamlársdagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 10.00-16.00
Brenna austur á sandi á Dalvík kl. 17.00.
Brenna í malarnámunni við Sandnesveg kl. 20.00

1. janúar, Nýársdagur

Nýársguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 17.00
Nýársganga í Stekkjarhús (einn skór). Hin árlega nýársganga farin frá Kóngsstöðum í Skíðadal kl. 13.00 fram í Stekkjarhús, og svo gengið til baka. Frjáls gönguaðferð skór ,skíði, þrúgur og sleðar. Góð fjölskylduganga, 3-4 tímar. 

4. janúar, laugardagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 14.00-18.00
Árleg þrettándabrenna á vegum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar verður haldin við Tungurétt í Svarfaðardal. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30. Að vanda verður björgunarsveitin með flugeldasýningu.  

5. janúar, sunnudagur

Flugeldasala BSVD og UMFS. Opið frá 14.00-18.00
Nýársguðsþjónusta í Urðakirkju kl. 20.30