Aðlögun stelpna f. 2008

Aðlögun stelpna f. 2008

Í þessari viku hófst aðlögun barna fædd 2008 frá Krílakoti hingað í Kátakot. Það eru stelpurnar sem byrja aðlögunina og við fáum svo strákana eftir sumarfrí. Aðlögunin hefur gengið mjög vel enda svo gríðarlega duglegar stelpur sem Kríló var að senda okkur ;)

Þær eru nú ýmislegt búnar að vera að bralla þessa vikuna og í morgun skelltu þær sér í fjöruferð. Þar var vaðið í sjónum, búnir til sandkastalar, skrifað í sandinn og ýmislegt fleira. Í gær settu þær niður kartöflur og sáðu fræum svo nú bíðum við spennt eftir uppskerunni en það getur víst tekið þó nokkurn tíma :/ Fyrir utan þetta hafa þær bara verið að leika sér úti og inni og skemmt sér konunglega. Kíkið á myndirnar í myndasafni :)