Ábendingar um það sem betur má fara

Ábendingar um það sem betur má fara

Árið 2015 unnu starfsmenn sveitarfélagsins metnaðarfullt starf sem snéri að þjónustu sveitarfélagsins og í kjölfarið var búin til þjónustustefna Dalvíkurbyggðar. Markmið þess að búa til þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið er að efla þennan þjónustuþáttinn í starfsemi þess enda er Dalvíkurbyggð einn stærsti þjónustuveitandinn á svæðinu.

Einn liður í því að efla þjónustu sveitarfélagsins er að fá frá íbúum ábendingar um það hvað betur má fara. Þegar ný heimasíða Dalvíkurbyggðar leit dagsins ljós í byrjun þessa árs var því lögð áhersla á það að íbúar hefðu tækifæri til að senda inn rafrænar ábendingar í gegnum vefinn. Ábendingarnar berast á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is þar sem ritari sér um að koma þeim í viðeigandi farveg.

Íbúar eru því hvattir til þess að nýta sér þennan möguleika til þess að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri til sveitarfélagsins. Til þess að senda inn á ábendingu er slóðin www.dalvikurbyggd.is/thatttaka slegin inn en á þeirri síðu eru ýmsar upplýsingar um rafræna þjónustu sveitarfélagsins, meðal annars hnappur fyrir ábendingar.