3. og 4. bekkur í heimsókn á Dalbæ

3. og 4. bekkur í heimsókn á Dalbæ

Föstudagsmorguninn 12. desember sl. fór hópur nemenda úr 3. og 4. bekk úr Dalvíkurskóla í heimsókn upp á Dalbæ. Erindið var að afhenda afrakstur hugmyndavinnu sem krakkarnir höfðu unnið að undanfarnar vikur í myndmennt, undir stjórn Skapta Runólfssonar myndmenntakennara. Um var að ræða nokkuð stórar málaðar myndir af íslensku jólasveinunum 13, nánast í fullri stærð. Júlíus Baldursson, umsjónaraðili félagsstarfsins á Dalbæ veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd heimilisins. Í ræðu sinni þakkaði hann af hlýhug þessa fallegu gjöf og minntist sérstaklega á hve hún væri skemmtileg og notaleg nú í svartasta skammdeginu. Að formlegri afhendingu lokinni, söng nemendahópurinn nokkur jólalög fyrir íbúa og starfsfólk og svo fengu alllir hressingu í lok heimsóknar.


Verkin umræddu prýða nú veggi og ganga á Dalbæ og gleðja svo sannarlega augu og sál, auk þess að skapa fjörugar umræður tengdar minningum frá jólahaldi forðum daga.

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=eLzDJ6g2Kl0&feature=youtu.be