25 ára afmæli Krílakots

25 ára afmæli Krílakots

Vegna 25 ára afmælis leikskólans Krílakots verður opið hús á Krílakoti föstudaginn 9. september milli klukkan 09:00 og 11:30. Á boðstólnum verður að sjálfsögðu afmæliskaka í tilefni dagsins og svo er fólki velkomið að skoða sig um á öllum deildum.

Við hvetjum alla til að kíkja í afmæliskaffi á Krílakot og nota tækifærið til að kynna sér starfsemi leikskólans.