17. júní hátíð fellur niður vegna Covid-19

Mynd frá hátíðarhöldum í Bergi 2019
Mynd frá hátíðarhöldum í Bergi 2019
Töluverðar umræður hafa verið bæði í ungmennaráði og menningarráði vegna hátíðarhalda sem árlega hafa verið haldin á 17. júní í Dalvíkurbyggð.
 
Ungmennaráð lagði til í bókun á fundi sínum að hátíðarhöldum á 17. júní verði frestað og fjármagn sem áætlað er til hátíðarhaldanna verði notað seinna í sumar til að búa til skemmtun fyrir börn og ungmenni. Menningarráð fór síðan einnig yfir málin á sínum fundi og samþykkti að hefðbundin hátíðarhöld á 17. júni falli niður í ljósi aðstæðna árið 2020.
 
Það verða því engin 17. júní hátíðarhöld í Dalvíkurbyggð í ár en samþykkt hefur verið að útbúa skemmtun fyrir börn seinna í sumar og verður sú skemmtun auglýst sérstaklega.