17 júní dagskrá í Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð hefur samið við Leikfélag Dalvíkurbyggðar um að halda utanum þjóðhátíðardagskrá á Dalvík. Stofnuð hefur verið þjóðhátíðarnefnd sem í sitja Benedikt Snær Magnússon, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, Gísli Bjarnason og Jón Stefán Jónsson. Ef ábendingar eru eða athugasemdir varðandi þjóðhátíðardagskrá er hægt að koma ábendingum til einhverra þeirra. Jafnframt verður starfandi framkvæmdanefnd, en í henni sitja Benedikt Snær Magnússon, Díana Björk Friðriksdóttir og Viktor Daði Sævaldsson. Hægt er að snúa sér til þeirra á þjóðhátíðardeginum sjálfum.
Leikfélag Dalvíkurbyggðar leitar eftir áhugasömum félögum eða aðilum til þess að vera með dagskrárliði á þjóðhátíðardeginum. Hægt er að hafa samband við Benedikt í síma 840-7905 eða með tölvupósti á benedikt@nordfisk.is .
Skottsölumarkaður verður á bílaplaninu við leikskólann Krílakot á þjóðhátíðardaginn eftir skemmtidagskrá við Berg á milli 15:00-17:00. Hægt verður að leggja bíl á planið og selja vörur úr skotti bílsins hvort sem það er bakað brauð, notuð föt, eða hvað annað sem fólki dettur í hug. Þeir sem vilja tryggja sér pláss hafi samband við Benedikt í síma 840-7905 eða með tölfupóst á netfangið benedikt@nordfisk.is