12 Íslandsmeistaratitlar til Dalvíkur

12 Íslandsmeistaratitlar til Dalvíkur

Skíðakrakkar úr Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig frábærlega á Unglingameistaramóti Íslands á skíðum sem fram fór á Dalvík og Ólafsfirði um sl. helgi. Krakkarnir lönduðu 12 Íslandsmeistaratitlum, ásamt nokkrum öðrum verðlaunum.


Mótið fór mjög vel fram í alla staði og veðurguðirnir mótshöldurum hliðhollir. Keppt var í stórsvigi og blandsvigi á Dalvík, en svigi og skíðagöngu á Ólafsfirði. Um 130 keppendur voru skráðir til leiks.


Árangur heimamanna varð eftirfarandi:


> Í flokki 13 ára drengja sigraði Axel Reyr Rúnarsson bæði í stórsvigi og svigi og þar með hlaut hann 1. sæti í alpatvíkeppni. Þá sigraði hann í blandsvigi (þar sem bæði er keyrt svig og stórsvig í sömu braut).


> Í flokki 13 ára stúlkna varð Bríet Brá Bjarnadóttir í 3. sæti í stórsvigi, 1. sæti í svigi og 1. sæti í alpatvíkeppni og 2. sæti í blandsvigi. Í sama flokki varð Ásrún Jana Ásgeirsdóttir í 12. sæti í stórsvigi, 8. sæti í svigi og 8. sæti í alpatvíkeppni og í 10. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 12 ára stúlkna varð Guðfinna Eir Þorleifsdóttir í 2. sæti í stórsvigi, 1. sæti í svigi og 1. sæti í alpatvíkeppni. Þá varð hún í 3. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 12 ára drengja varð Helgi Halldórsson í 2. sæti í stórsvigi, 1. sæti í svigi og 1. sæti í alpatvíkeppni. Þá varð Helgi í 2. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 14 ára stúlkna varð Ólöf María Einarsdóttir (sem reyndar keppir fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar) í 2. sæti í stórsvigi, 2. sæti í svigi og 2. sæti í alpatvíkeppni. Þá varð Ólöf í 1. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 14 ára drengja varð Jökull Þorri Helgason í 3. sæti í stórsvigi, 1. sæti í svigi og 1. sæti í alpatvíkeppni. Þá varð Jökull í 2. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 15 ára stúlkna varð Andrea Björk Birkisdóttir í 2. sæti í stórsvigi, 2. sæti í svigi og 2. sæti í alpatvíkeppni. Andrea varð einnig í 2. sæti í blandsvigi.


> Í flokki 15 ára pilta varð Karl Vernharð Þorleifsson í 7. sæti í stórsvigi, 4. sæti í svigi og 4. sæti í alpatvíkeppni. Þá varð Karl Vernharð í 4. sæti í blandsvigi.