100 ára kosningaréttur kvenna - viðburðir í Dalvíkurbyggð

Í ár, árið 2015, eru hundrað ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi en þau tímamót mörkuðu stórt spor í sögu og réttindabaráttu kvenna. Í því skyni hafa grasrótarsamtök kvenna, jafnréttis- og stjórnmálasamtök, bæjar- og sveitarstjórnir, skólar og leikskólar og svo framv. verið hvött til að sinna afmælinu með veglegum hætti, hver á sínum stað, til dæmis með sýningum, málþingum, fyrirlestrum eða öðrum atburðum og minnast þannig þeirra merku tímamóta sem kosningarétturinn markaði.


Dalvíkurbyggð hvetur hér með stofnanir sínar, fyrirtæki, félagasamtök og aðra áhugsama um að efna til viðburða eða annarra verkefna tengdum 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.

Þeir sem hyggjast taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um með hvaða hætti það verður til upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar fyrir 15. febrúar 2015. Upplýsingafulltrúi mun safna upplýsingunum saman á einn stað og búa þannig til viðburðadagatal vegna þessa verkefnis.


Áhugasamir sendi upplýsingar á upplýsingafulltrúa, Margréti Víkingsdóttur, á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908. Þeir sem vilja geta einnig haft samband til að ræða þær hugmyndir sem eru í gangi.