Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits á Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Dalvíkur við Goðabraut á Dalvík frá 12. apríl 2022 til 24. maí 2022.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 24. maí 2022 annað hvort á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu, 620 Dalvík eða á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is

Lokastígsreitur - Breyting